Canon EOS R5

Sérpöntun

Description

Canon EOS R5 er full frame spegillaus myndavél og er hönnuð fyrir atvinnu- og ástríðljósmyndara sem fyrir atvinnufólk í kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Canon EOS R5 endurskilgreinir hönnun á spegillausum myndavélum inniheldur marga byltingarkennda eiginleika.

45 megapixla full-frame CMOS myndflaga og DIGIC X örgjörvi skila ótrúlegri skerpu, litlu suði og breiðu dynamic range.

20 rammar á sek. með rafrænum lokara og 12 rammar á sek. með vélrænum.

Full Frame internal 8K RAW vídeó. 24/25/30p 12-bit.
Full Frame 4K/120P vídeó. 4:2:2 10-bit.

Allt að 8 stoppa hristivörn, Image Stabilizer, með Canon RF linsu.

Ný viðmið í hristivörn með 5 öxla innbyggðri hristivörn sem vinnur með Canon RF linsum og sameinar því optíska hristivörn í linsum og hristivörnina í myndavélinni sem veitir ótrúlega skerpu í myndum og vídeó.

5940 sjálfvirkar fókusstöður. Nákvæmur fókus hvar sem viðfangsefnið hreyfir sig.
Háþróaður elti fókus fyrir dýr þannig að EOS R5 þekkir hunda, ketti og fugla með því að greina líkama, andlit eða auga viðfangsefnisins.

ISO 100-51,200 skilar framúrskarandi myndgæðum í lélegri birtu.

Skjóttu og sendu myndir og vídeó á ferðinni með innbyggðu Wi-Fi sem tengist einnig nýju image.canon þjónustunni. Samhæft við Auto Image Transfer þannig að EOS R5 gerir þér kleift að skjóta og laga myndir á ferðinni eða hlaða niður efni sjálfvirkt á þína tölvu.

EOS R5 notar Bluetooth, sem stöðugt er kveikt á, til að viðhalda stöðugu sambandi við snjalltæki. Styður einnig Dual band 2.4GHz and 5GHz Wi-Fi.

Öflugt sambland af CFexpress og SD UHS-II minniskortaraufum gerir þér kleift að lengja tökutímann.

EOS R5 notar RF linsur sem skila mögnuðum gæðum og getur einnig notað hina ótrúlegu línu af Canon EF linsum með breytistykki.

Go to Top