ES-2 millistykkið gerir þér kleift að breyta litmyndum eða einlitum myndum á filmu í hágæða stafrænar skrár án þess að nota skanna. Það er samhæft við stafrænar spegilmyndavélar Nikon sem státa af valmynd í myndavélinni til að færa yfir á stafrænt form.
Ef notuð er linsa eins og AF-S Micro NIKKOR 60mm f/2.8G ED, fest við D850, snýr stafgerðaraðgerð myndavélarinnar sjálfkrafa litunum við og geymir þá sem JPEG-myndir. Þú getur staðfest stafrænu myndirnar á skjá myndavélarinnar eða á sjónvarpsskjá gegnum HDMI-snúru (fylgir ekki með).
Þegar þú tekur kyrrmyndir af gömlum filmurúllum eða negatífum er ES-2 handhæg leið til að búa til stafrænar skrár til að prenta og deila. Upplausn og tónaauðgi JPEG-myndanna þinna nægir til að stækka upp í stærðina A1.