Söluskilmálar BECO ehf.
Allar vörur sem BECO ehf selur eru seldar með eignarréttarfyrirvara.
BECO ehf heldur eignarrétti að hinu selda þar til andvirði þess er að fullu
greitt. Skuldaviðurkenningar og greiðsla með ávísunum, greiðslukortum eða
öðrum áþekkum greiðslumiðlum afnema ekki eignarréttinn fyrr en full skil
hafa verið gerð.
Komi til vanskila er BECO ehf heimilt að taka hina seldu vöru til baka með
eða án fyrirvara með aðstoð sýslumanns gerist þess þörf og skal andvirði
þess sem þannig gengur aftur til BECO ehf dragast frá skuld kaupanda þegar
varan hefur verið endurseld að því marki sem að nemur endursöluverði að
frádregnum kostnaði BECO ehf. Kaupandi skuldbindur sig til að upplýsa
seljanda hvenær sem hann óskar hvar varan er niðurkomin.
Reikningar gjaldfalla á útgáfudegi. Viðskiptamönnum ber að greiða reikning
í samræmi við þá skilmála, sem á honum eru tilgreindir. Dráttarvextir
reiknast frá gjalddaga séu þeir ógreiddir á eindaga.
Ábyrgð tekur til allra framleiðslugalla, lagfæringa og viðgerða að meðtöldum
varahlutum og vinnutíma tæknimanna. Ábyrgð gildir ekki ef bilun, sem rekja
má til annarra orsaka en framleiðslugalla svo sem rangrar meðhöndlunar,
slits eða notkunar. Ábyrgðartími er samkvæmt íslenskum kaupalögum og
reikningur gildir sem ábyrgðarskírteini.
Verð og fyrirvarar
Við hjá Beco viljum benda á að öll verð á þessum vef eru birt með fyrirvara og einnig er fyrirvari um innsláttarvillur. Við kappkostum ávallt að uppfæra vefinn mjög reglulega, þannig að við eigum alltaf að sjá nýjustu verð, nýjungar og aðrar upplýsingar á vefnum um leið og þær berast okkur. Hins vegar er alltaf möguleiki að ekki sé fært að uppfæra um leið og breytingar verða.
Til öryggis þá er alltaf best að hafa samband við okkur annaðhvort símleiðis í síma 533 3411 eða með tölvupósti á beco@beco.is áður en endanlegt verð er staðfest vegna óstöðugleika gengisins og einnig til þess að kanna lagerstöðu.
Eins ef þú hefur einhverjar tillögur um hvernig vefurinn gæti nýst betur þá þiggjum við þær ábendingar með þökkum.
Starfsfólk Beco